Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
banner
   mið 21. ágúst 2019 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Jó: Okkar langheilsteyptasti leikur í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var okkar langheilsteyptasti leikur í sumar. Við vorum mjög ferskir sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við lögðum grunninn að þessum flotta sigri í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir 0-3 útisigur sinna manna á ÍR í 2. deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 0 - 3 Vestri

„Staða okkar í deildinni er þannig að á þessum tímapunkti verða allir menn að eiga toppleik. Þróunin á liðinu er batnandi og maður er ánægður með það."

Vestri leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og lágu Vestramenn til baka að mestu í seinni hálfleik. Þriðja mark Vestra kom eftir mistök hjá markverði ÍR.

„Í seinni hálfleik var þetta "powerplay" leikur. Þeir spiluðu háum boltum á "strikerinn" og reyndu að vinna seinni boltann. Það var ekkert annað að gera en að reyna verjast og reyna að ná hraðaupphlaupum og í þriðja markinu datt þetta með okkur.

Vestri er í fínni stöðu í 2. sæti 2. deildar og stefnan er því sett upp.

„Annað væri fáránlegt og ég vona að við getum staðið í lappirnar það sem eftir er mótsins, sagði Bjarni að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner