
„Þetta er gott stig en ég er vonsvikinn að hafa ekki fengið þrjú stig í dag eftir að þeir fá rautt spjald. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur hérna. Þrátt fyrir það að þeir séu ekki með mörg stig að þá berjast þeir alltaf í öllum leikjum og við fundum fyrir því þegar þeir komu til okkar. Við þurfum bara að taka stigið og halda áfram. Við erum vonsviknir að hafa ekki klárað leikinn þar sem við settum góða pressu á þá í seinni hálfleik. En það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir leik Gróttu og Ægis sem fór 2-2. Grótta spiluðu manni fleiri allan seinni hálfleikinn en mörkin þeirr komu beint úr aukaspyrnu og hitt úr víti.
Lestu um leikinn: Ægir 2 - 2 Grótta
Ægir fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks sem margir hafa talað um hvort það hafi verið í raun og veru rautt.
„Mér fannst það harkalegt. En auðvitað var ég ekki að fara að kvarta. Kannski gerði þetta leikinn meira erfiðan fyrir okkur. Þetta spjald breytti gang leiksins og það kom gífurleg pressa á okkur að skora mark í seinni hálfleik. Ég ætla ekki að fara að gagnrýna þá fyrir að vera vítateiginn sinn, þeir gerðu það líka frábærlega. Ég er bara stoltur af mínum mönnum sem lögðu sig allir fram. Eins og staðan er í deildinni er þetta mjög dýrmætt stig.“
Grímur Ingi jafnaði leikinn fyrir Gróttu beint úr aukaspyrnu með geggjuðu skoti sem Chris var hrifinn af.
„Aukaspyrnan var ekki slæm. Ég hefði alveg tekið annað svona mark en þvílíkur leikmaður. Þetta hefur verið krefjandi tímabil fyrir okkur en þessir leikmenn eru bara að verða betri og betri.“
Tómas Johannessen einn af betri leikmönnum Gróttu var á bekknum í dag en Chris útskýrði afhverju það var.
„Hann hefur verið í burtu með landsliðinu. Það var ekkert látið okkur vita nógu vel. Það hefur einnig engin gefið okkur neinar upplýsingar hvað hann hefur gert seinustu 7 daga. Ég hef aldrei vitað um slík vinnubrögð hjá knattspyrnusambandi áður. En svona er lífið, þeir geta bætt þetta og lært af þessu. Hann kom samt heim í gær og var eiginlega ekki tilbúin að spila neitt í dag en við þurftum að setja hann inn á. Hann er magnaður leikmaður með geggjað hugarfar og hann og Grímur munu bara verða betri og betri með hverjum leik.“
Það eru þrjú stig í fallsæti, fjögur stig í umspilssæti og einnig er Grótta sigurlausir í seinustu sjö leikjum. Chris finnur fyrir pressu og segir að það séu fjórir risaleikir framundan.
„Auðvitað finnum við fyrri pressu og auðvitað erum við stressaðir. Hver væri það ekki í þessari stöðu? En það gerir líka leikina skemmtilegri. Við hefðum kannski frekar verið til í að berjast um fyrsta sætið en það eru risaleikir framundan.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, að lokum sem eru sigurlausir í seinustu sjö leikjum og eru nær fallsæti en umspilssæti.