Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. september 2020 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hef ekki spilað í svona vindi áður
Lengjudeildin
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Keflavík í Lengjudeildinni en framherjinn sterki skoraði tvö mörk er Keflavík lagði Þrótt 4-2 á Nettóvellinum fyrr í dag. Að loknum 16 leikjum hjá Keflavík er Joey kominn með 20 mörk og stefnir hraðbyri að því að verða markakóngur Lengjudeildarinnar þetta sumarið.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Tilfinningin er góð. Mér fannst við byrja vel í dag og vorum bara nokkuð góðir í krefjandi aðstæðum . Ég hef ekki spilað í svona vindi áður en við gerðum vel að halda boltanum niðri og verðskuldum að vera í þeirri stöðu sem við erum í.“
Sagði Joey við fréttaritara eftir leikinn en sigurinn fleytir Keflvíkingum í toppsætið í það minnsta um stundarsakir.

Eins og áður segir er Joey kominn með alls 20 mörk í deildinni það sem af er tímabils og enn 6 leikir eftir. Hversu mörg mörk stefnir hann á að skora?

„Ég hugsa lítið út í það. Ég held að það hjálpi ekkert til við markaskorun, þú ferð bara út og reynir að koma þér í góðar stöður. Og ég hef verið heppinn að fá að fá frábæra þjónustu frá strákunum og ég einbeiti mér bara að því að koma mér í góðar stöður og það er að virka.“

Joey fékk frábært tækifæri til þess að skora þrennu í leiknum en Franko Lalic markvörður Þróttar sá við honum og varði vítaspyrnu Joey á 66. mínútu leiksins.

„Verð að gefa markmanninum hrós þar hann gerði vel. Ég ætlaði reyndar að skjóta annað en þetta er bara einn af þessum hlutum .“

Sagði Joey en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner