Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   mán 21. september 2020 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Hef ekki spilað í svona vindi áður
Lengjudeildin
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralinn Joey Gibbs heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Keflavík í Lengjudeildinni en framherjinn sterki skoraði tvö mörk er Keflavík lagði Þrótt 4-2 á Nettóvellinum fyrr í dag. Að loknum 16 leikjum hjá Keflavík er Joey kominn með 20 mörk og stefnir hraðbyri að því að verða markakóngur Lengjudeildarinnar þetta sumarið.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Tilfinningin er góð. Mér fannst við byrja vel í dag og vorum bara nokkuð góðir í krefjandi aðstæðum . Ég hef ekki spilað í svona vindi áður en við gerðum vel að halda boltanum niðri og verðskuldum að vera í þeirri stöðu sem við erum í.“
Sagði Joey við fréttaritara eftir leikinn en sigurinn fleytir Keflvíkingum í toppsætið í það minnsta um stundarsakir.

Eins og áður segir er Joey kominn með alls 20 mörk í deildinni það sem af er tímabils og enn 6 leikir eftir. Hversu mörg mörk stefnir hann á að skora?

„Ég hugsa lítið út í það. Ég held að það hjálpi ekkert til við markaskorun, þú ferð bara út og reynir að koma þér í góðar stöður. Og ég hef verið heppinn að fá að fá frábæra þjónustu frá strákunum og ég einbeiti mér bara að því að koma mér í góðar stöður og það er að virka.“

Joey fékk frábært tækifæri til þess að skora þrennu í leiknum en Franko Lalic markvörður Þróttar sá við honum og varði vítaspyrnu Joey á 66. mínútu leiksins.

„Verð að gefa markmanninum hrós þar hann gerði vel. Ég ætlaði reyndar að skjóta annað en þetta er bara einn af þessum hlutum .“

Sagði Joey en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner