Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 21. september 2020 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndaveisla: Rúnar Alex orðinn markvörður Arsenal
Mynd: Arsenal
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson skrifaði í dag undir samning við enska stórliðið Arsenal.

Rúnar Alex skrifaði undir fjögurra ára samning hjá Arsenal í dag en talið er að kaupverðið hljóði upp á 1,6 milljónir punda.

Eins og staðan er núna verður Rúnar varamarkvörður liðsins. Bernd Leno er aðalmarkvörður.

Hinn 25 ára gamli Rúnar er uppalinn hjá KR en hann gekk í raðir Nordsjælland í Danmörku árið 2014. Þaðan fór hann til Dijon sumarið 2018. Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana en Mikel Arteta fékk hann á síðasta tímabili inn í þjálfarateymi sitt hjá Arsenal. Cana mælti með Rúnari.

Heimasíða Arsenal hefur birt nokkrar myndir af Rúnari í treyju Arsenal en myndirnar má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner