Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 21. september 2020 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Örn: Ætla ekki að ljóstra upp leyndarmálum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR var sáttur með sigurinn gegn Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum.

Óskar setti met með því að spila þennan leik í kvöld en hann hefur spilað 322 leiki í efstu deild karla, meira en allir aðrir hafa afrekað.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er virkilega stoltur af þessu meti, en það er kannski eitthvað sem maður horfir meira í þegar maður lítur til baka eftir ferilinn en akkurat núna er ég bara stoltur.''

„Það er aldrei að vita nema að maður fari bara í 400-500 leiki.''


Að leiknum, hvernig fannst Óskari leikurinn?

„Ég ætla ekki að ljóstra upp einhverjum leyndarmálum en mér fannst við bara með ágætis tök á leiknum, hefðum getað refsað þeim mögulega oftar og betur en virkilega góður 2-0 sigur.''

Óskar var ansi nálægt því að skora þegar Viktor Örn skorar sjálfsmark, vill hann fá markið skráð á sig?

„Ég myndi vilja það en ég held að það muni sjást að þetta var því miður sjálfsmark, ég var of lengi að taka ákvörðun þarna en hann (Viktor Örn) bara gerði þetta fyrir mig.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar meðal annars evrópuleikinn og áfallið að detta úr leik ásamt mikilvægi þess að ná evrópusæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner