Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 21. september 2020 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Örn: Ætla ekki að ljóstra upp leyndarmálum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR var sáttur með sigurinn gegn Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum.

Óskar setti met með því að spila þennan leik í kvöld en hann hefur spilað 322 leiki í efstu deild karla, meira en allir aðrir hafa afrekað.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er virkilega stoltur af þessu meti, en það er kannski eitthvað sem maður horfir meira í þegar maður lítur til baka eftir ferilinn en akkurat núna er ég bara stoltur.''

„Það er aldrei að vita nema að maður fari bara í 400-500 leiki.''


Að leiknum, hvernig fannst Óskari leikurinn?

„Ég ætla ekki að ljóstra upp einhverjum leyndarmálum en mér fannst við bara með ágætis tök á leiknum, hefðum getað refsað þeim mögulega oftar og betur en virkilega góður 2-0 sigur.''

Óskar var ansi nálægt því að skora þegar Viktor Örn skorar sjálfsmark, vill hann fá markið skráð á sig?

„Ég myndi vilja það en ég held að það muni sjást að þetta var því miður sjálfsmark, ég var of lengi að taka ákvörðun þarna en hann (Viktor Örn) bara gerði þetta fyrir mig.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar meðal annars evrópuleikinn og áfallið að detta úr leik ásamt mikilvægi þess að ná evrópusæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner