Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 21. september 2020 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Örn: Ætla ekki að ljóstra upp leyndarmálum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR var sáttur með sigurinn gegn Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum.

Óskar setti met með því að spila þennan leik í kvöld en hann hefur spilað 322 leiki í efstu deild karla, meira en allir aðrir hafa afrekað.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er virkilega stoltur af þessu meti, en það er kannski eitthvað sem maður horfir meira í þegar maður lítur til baka eftir ferilinn en akkurat núna er ég bara stoltur.''

„Það er aldrei að vita nema að maður fari bara í 400-500 leiki.''


Að leiknum, hvernig fannst Óskari leikurinn?

„Ég ætla ekki að ljóstra upp einhverjum leyndarmálum en mér fannst við bara með ágætis tök á leiknum, hefðum getað refsað þeim mögulega oftar og betur en virkilega góður 2-0 sigur.''

Óskar var ansi nálægt því að skora þegar Viktor Örn skorar sjálfsmark, vill hann fá markið skráð á sig?

„Ég myndi vilja það en ég held að það muni sjást að þetta var því miður sjálfsmark, ég var of lengi að taka ákvörðun þarna en hann (Viktor Örn) bara gerði þetta fyrir mig.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar meðal annars evrópuleikinn og áfallið að detta úr leik ásamt mikilvægi þess að ná evrópusæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner