Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 16:33
Elvar Geir Magnússon
Gautaborg ætlar að styðja Kolbein
Á leið í aðgerð
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Guðmundur Svansson
Sænska félagið Gautaborg hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að félagið muni styðja Kolbein Sigþórsson. Íslenski sóknarmaðurinn er á leið í aðgerð en miðað við yfirlýsinguna er Kolbeinn í framtíðaráætlunum félagsins.

„Varðandi lagalega stöðu málsins á Íslandi, þá var því lokið af hálfu allra hlutaðeigandi fyrir fjórum árum síðan," segir í yfirlýsingunni sem send var í íslenskri útgáfu til fjölmiðla hér á landi.

Kolbeinn var valinn í íslenska landsliðshópinn í síðasta landsleikjaglugga en stjórn KSÍ ákvað að hann yrði tekinn úr hópnum.

Hér að neðan má sjá þá yfirlýsingu sem send var á íslenska fjölmiðla:

Framtíð Kolbeins
Stjórnendur IFK Göteborg hafa átt náið samtal við Kolbein síðustu vikur.

Niðurstaða þess samtals er að við munum saman setja upp langtíma plan fyrir Kolbein.

Planið byggir á gildum IFK Göteborg, ábyrgð okkar og skyldum sem vinnuveitanda. Það er líka byggt á markmiðum Kolbeins sem lúta að persónulegum árangri hans.

Varðandi lagalega stöðu málsins á Íslandi, þá var því lokið af hálfu allra hlutaðeigandi fyrir fjórum árum síðan.

Framundan er endurhæfing hjá Kolbeini sem mun krefjast mikils af honum. Við stöndum fyrir það sem nafnið okkar segir, félag samherja og við munum því styðja við og fylgja eftir endurhæfingunni hjá Kolbeini.

Á næstu dögum mun Kolbeinn fara í aðgerð á fæti og loks byrja endurhæfingu samhliða vinnu í persónulegum árangri.

Athugasemdir
banner
banner
banner