Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi ekki nefna versta golfarann - „Hún veit hver hún var"
Icelandair
Góð stemning í upphitun fyrir æfingu í gær.
Góð stemning í upphitun fyrir æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið fór í golf á fimmtudaginn. Greint var frá því á fimmtudag og hafði Glódís Perla Viggósdóttir þetta um málið að segja fyrir golfmótið:

„Í dag erum við á leiðinni í golfmót núna seinni partinn og við ætlum að sjá hver er best í golfi í liðinu. Það er ekki ég alla vega." Glódís bjóst við því að Elísa Viðarsdóttir væri best í golfi. Hún hélt þá að Berglind, herbergisfélagi sinn, væri góð í golfi og væri bara að þykjast kunna ekkert.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, var spurð út í niðurstöðu golfmótsins á fréttamananfundi í gær.

Hópurinn fór í golf á fimmtudaginn. Hver var best í golfi og hver kom mest á óvart?

„Sif var í fyrsta sæti af leikmönnum," sagði Gunnhildur.

„En það er meira hver var verst sem ég man vel eftir. Við ætlum ekki að nefna nein nöfn en hún veit hver hún var. Hún var mjög jákvæð yfir því, þetta var hennar fyrsta skipti í golfi. Það var gaman að gera eitthvað öðruvísi og brjóta upp daginn. Veðrið var svona svipað og hér [í hádeginu í gær] þannig við erum tilbúnar í allt á morgun [í dag]," sagði Gunnhildur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner