Jesse Lingard hefur beðist afsökunar á því að hafa keyrt glæsibifreið sína undir áhrif áfengis í sumar.
Lingard var stoppaður af lögreglunni í Manchester þann 8. júlí síðastliðinn og var látinn blása. Þá kom í ljós að hann var búinn að drekka talsvert mikið, alltof mikið til þess að keyra.
Lingard fékk 57 þúsund punda sekt en það eru um 9,5 milljónir íslenskra króna.
Fótboltamaðurinn, sem er án félags í augnablikinu, sendi frá sér afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum.
„Ég vil biðjast opinberlega afsökunar fyrir óásættanlega hegðun mína," segir Lingard en hann ætlar að taka sig á.
Athugasemdir