Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju Orri kom inn á og var tekinn aftur út af
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tipsbladet skrifar um það að leikmenn FC Kaupmannahafnar hafi verið nokkuð glaðir eftir 2-2 jafntefli við Galatasaray á útivelli í Meistaradeildinni í gær.

„En ef það var einn leikmaður sem virtist reiðari en hinir, þá var það Orri Steinn Óskarsson... og það er skiljanlegt," segir í greininni.

Orri byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður þegar um 70 mínútur voru búnar, í stöðunni 0-2 fyrir FCK. En eftir að Elias Jelert fékk rauða spjaldið þá var Orra fórnað og hann tekinn aftur af velli til að þétta vörnina.

„Þetta snerist um að halda út. Elyounoussi er með talsvert meiri reynslu. Þetta er sárt fyrir Orra en svona er þetta," sagði Jacob Neestrup, þjálfari FCK, eftir leikinn.

Hann sagðist ekki hafa rætt við Orra eftir leikinn. „Hann skilur þetta. Þú þarft að taka þessa ákvörðun örsnöggt."

FCK náði ekki að halda út og missti leikinn niður í 2-2 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner