Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. nóvember 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba sagður hugsa um að fara frítt frá Man Utd í annað sinn
Paul Pogba er ekki að eiga gott tímabil.
Paul Pogba er ekki að eiga gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Pogba hefur daðrað við Real Madrid.
Pogba hefur daðrað við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hefur ekki fundið taktinn með Manchester United á þessari leiktíð og oft þurft að sætta sig við það að verma varamannabekkinn.

Þegar hann hefur spilað, þá hefur hann oftar en ekki spilað illa. Góðar líkur eru á því að hann verði á bekknum þegar Man Utd mætir West Brom klukkan 20:00 í kvöld.

„Ég hef aldrei upplifað svona erfiðan kafla á ferli mínum," sagði Pogba nýlega í viðtali þegar hann mætti til móts við franska landsliðið. Hann bætti við: „Ég er ferskur þegar ég hitti franska landsliðið, þessi hópur er framúrskarandi."

Samkvæmt heimildum The Athletic þá hefur Pogba áhuga á því að fara og núna sé hann að hugsa sér að fara þegar samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð. Hann myndi þá fara frítt frá United, félagi sem borgaði 89 milljónir punda fyrir hann fyrir rúmum fjórum árum.

Pogba myndi þá geta valið úr fjölda félaga, þá 29 ára gamall. Ef Pogba fer frítt, þá yrði það í annað sinn sem United myndi missa hann frítt. Pogba fór á frjálsri sölu til Juventus 2012 þar sem hann sló í gegn.

United skellti 150 milljón punda verðmiða á Pogba sumarið 2019, en næsta sumar gæti félagið þurft að íhuga 40 milljón punda tilboð þar sem Pogba yrði þá að fara inn í síðasta ár samnings síns.

Heimildarmaður The Athletic segir jafnframt um Pogba: „Ég held að United væri til í að selja hann og að hann væri til í að fara, en það er ekki félag sem er tilbúið að taka hann."

Pogba hefur talað um Real Madrid sem draumafélagið sitt, en það eru fjárhagsvandræði í Madríd, í Barcelona og hjá Juventus vegna kórónuveirufaraldursins.

Með því að smella hérna má lesa greinina um Pogba, sem er að eiga eitt sitt versta tímabil á ferlinum - ef ekki það versta. Það er þó nægur tími fyrir hann til að bæta fyrir slaka byrjun.
Athugasemdir
banner
banner