Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. nóvember 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher urðar yfir leikmenn Man Utd: Þetta er viðbjóðslegt
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að leikmenn Manchester United hafi brugðist Ole Gunnar Solskjær en hann lét þá heyra það eftir 4-1 tapið gegn Watford í gær.

Enska úrvalsdeildarfélagið mun senda frá sér yfirlýsingu á næstu klukkutímum og tilkynna brotthvarf Solskjær en Darren Fletcher og Michael Carrick munu stýra liðinu tímabundið á meðan United finnur arftaka Solskjær.

Undanfarna vikur og mánuði hefur frammistaðan verið slök. Þrátt fyrir að vera með gæðaleikmenn í öllum stöðum virðist ekkert ganga upp og segir Carragher það hreinlega skammarlegt hvernig leikmennirnir hafa spilað til þessa.

„Ég hef aldrei verið stjóri en ef þú ert með alla þessa leikmenn og mér er sama hvað hver segir mér en Manchester United er með gæðaleikmenn. Þú getur ekki tapað 4-1 fyrir Watford, þú bara getur það ekki," sagði Carragher.

„Það skiptir ekki máli hvernig stjórinn stillir þessu upp, hvort sem hann er með svakalega nærveru í klefanum eða hvort leikmenn bera virðingu fyrir honum eða ekki, hver veit? En þessi frammistaða sem leikmennirnir hafa boðið upp á er svívirðileg. Þetta er einn dýrasti og launahæsti hópur heims."

„Watford er frekar lélegt lið. Ég hef horft mikið á liðið á þessu tímabili og að tapa fyrir þeim 4-1 er viðbjóðslegt og svívirðilegt af sumum þessum leikmönnum."

„Stjórinn mun fara og við vitum það öll. Frammistaðan hjá sumum af þessum leikmönnum á tímabilinu er bara þvílíkur skandall,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner