Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. nóvember 2021 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Carrick stýrir Man Utd í næstu leikjum
Michael Carrick mun stýra United í næstu leikjum
Michael Carrick mun stýra United í næstu leikjum
Mynd: EPA
Michael Carrick mun stýra Manchester United í næstu leikjum liðsins en þetta kom fram í tilkynningu félagsins í dag.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn frá United í dag eftir afar slakt gengi á leiktíðinni en það var 4-1 tapið gegn Watford á Vicarage Road í gær sem fyllti mælinn.

United gaf frá sér tilkynningu fyrir nokkrum mínútum og honum þakkað fyrir góð störf. Carrick mun stýra liðinu í nokkrum leikjum á meðan United leitar að bráðabirgðastjóra út tímabilið.

Michael Carrick, sem spilaði með United frá 2006 til 2012, stýrir liðinu í næstu leikjum á meðan United finnur arftaka Solskjær, en fyrsti leikur Carrick verður gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Carrick hefur verið í þjálfarateymi United frá árinu 2018 og þekkir því vel til. Mike Phelan og Kieran McKenna verða áfram í teyminu og aðstoða Carrick.

Zinedine Zidane er talinn líklegastur til að taka við stöðunni af Solskjær.
Athugasemdir
banner