Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. nóvember 2021 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Frankfurt loksins að finna taktinn
Frankfurt hefur unnið þrjá leiki í röð.
Frankfurt hefur unnið þrjá leiki í röð.
Mynd: EPA
Það voru tveir leikir á dagskrá í deild þeirra bestu í Þýskalandi þennan sunnudaginn.

Eintracht Frankfurt hefur verið að finna taktinn eftir erfiða byrjun. Í dag unnu þeir sinn þriðja leik í röð er þeir heimsóttu Freiburg, sem hefur komið mjög á óvart í byrjun tímabilsins.

Jesper Lindström kom Frankfurt yfir á 34. mínútu og fyrir leikhlé bætti Filip Kostic við öðru marki.

Freiburg var sterkari aðilinn í leiknum en Frankfurt náði að halda út og landa góðum, 0-2 sigri.

Frankfurt hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum og er liðið núna í 11. sæti með 15 stig. Freiburg er áfram í þriðja sæti 22 stig.

Þá skildu Mainz og Köln jöfn, 1-1. Þetta var jafn leikur og jafntefli líklega sanngjörn úrslit. Mainz er í áttunda sæti og situr Köln í 12. sætinu.

Freiburg 0 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Jesper Lindstrom ('34 )
0-2 Filip Kostic ('43 )

Mainz 1 - 1 Koln
1-0 Jonathan Michael Burkardt ('41 )
1-1 Salih Ozcan ('47 )
Athugasemdir
banner
banner
banner