Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 21. nóvember 2022 16:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill vinna titla í Garðabæ - „Eftir þessar samræður tók ég þessa erfiðu ákvörðun"
Langaði að breyta til og var seldur á planið þeirra Ágústs og Jökuls
Andri í Stjörnutreyjunni.
Andri í Stjörnutreyjunni.
Mynd: Stjarnan
Eftir að þjálfararnir, Gústi og Jökull, útskýrðu fyrir mér hvað þeir væru að gera og plana í Garðabænum, mitt hlutverk, þá var ég seldur.
Eftir að þjálfararnir, Gústi og Jökull, útskýrðu fyrir mér hvað þeir væru að gera og plana í Garðabænum, mitt hlutverk, þá var ég seldur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þetta er langt ferli og það er mjög gott að hafa mann með sér í þessu - þó svo að maður óski engum að þurfa að tækla þetta
Þetta er langt ferli og það er mjög gott að hafa mann með sér í þessu - þó svo að maður óski engum að þurfa að tækla þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega spenntur fyrir þessu verkefni sem er í gangi í Stjörnunni. Eftir að þjálfararnir, Gústi og Jökull, útskýrðu fyrir mér hvað þeir væru að gera og plana í Garðabænum, mitt hlutverk, þá var ég seldur. Þeir eru með miklar og skemmtilegar pælingar varðandi það, án þess að fara of djúpt í það," sagði Andri Adolphsson sem samdi við Stjörnuna fyrr í þessum mánuði.

Andri, sem er þrítugur, kemur til Stjörnunnar frá Val þar sem hann hefur verið síðan árið 2015. Valur reyndi að halda Andra en tókst það ekki.

Er verkefnið í Stjörnunni meira spennandi en það sem Valur hafði upp á að bjóða?

„Öðruvísi verkefni í rauninni. Ég talaði við Arnar (Grétarsson) og hann hafði líka rosa góða hluti að segja. Ég hafði einhverja tilfinningu að mig langaði til að breyta til. Fyrst að þetta með Stjörnuna kom upp og eftir þessar samræður þá tók ég þessa erfiðu ákvörðun."

„Ég er búinn að vera í sjö ár á Hlíðarenda, eignast marga góða vini og margar góðar minningar. Það var ekki auðvelt að kveðja þá, en mér leist bara það vel á þetta hjá Stjörnumönnum að ég ákvað að slá til."

„Þetta tók smá tíma, en eftir síðasta fundinn með Stjörnunni fannst mér ég geta tekið þessa ákvörðun. Ég hafði þessa tilfinningu að mig langaði að prófa eitthvað nýtt á mínum ferli."


Stutt í fótboltann - Gott að hafa Orra með sér
Andri er að koma til baka eftir meiðsli, hann sleit krossband í febrúar og níu mánuðir eru frá því hann fór í aðgerð vegna meiðslanna.

„Það gengur rosa vel, það er mjög stutt í (að ég spili) fótbolta, er farinn að klæja í fingurna að fá að komast af stað. Ég klára ferlið með sjúkraþjálfaranum hjá Val, hann þekkir mjög vel. Ég byrja eflaust í janúar í 'contact', er núna kominn í alls konar æfingar. Það er stutt í þetta."

Orri Sigurður Ómarsson, samherji Andra hjá Val, sleit einnig krossband á undirbúningstímabilinu, nokkrum vikum á eftir Andra.

„Við fylgdumst í raun að allan tímann í endurhæfingarferlinu eftir að hann kláraði aðgerðina. Ég er sex vikum á undan á honum en Einar (sjúkraþjálfari) nær að smíða prógrammið þannig að við náum að æfa mikið saman. Þetta er langt ferli og það er mjög gott að hafa mann með sér í þessu - þó svo að maður óski engum að þurfa að tækla þetta."

Komst aldrei neitt áfram í viðræðum við ÍA
ÍA hafði einnig áhuga á því að fá Andra í sínar raðir. „Skaginn hafði samband, ég ræddi við Jón Þór - við erum góðir vinir. Það var áhugi frá þeim en það komst aldrei neitt áfram í rauninni. Það voru bara þessi þrjú lið sem komu til greina."

Vill vinna titla
Að lokum, hvað er það sem þig langar að afreka með Stjörnunni?

„Að búa til gott lið, þeir eru með frábæran hóp og að vinna titla er að sjálfsögðu það sem við viljum gera. Það er mikið potential í hópnum og ég er í rauninni rosalega spenntur að fá að vinna með strákunum. Ég vil vinna titla, það er ekki spurning, og það er klárlega eitthvað sem þessi hópur getur gert," sagði Andri.
Athugasemdir
banner