Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. janúar 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Bruno Fernandes færist nær Man Utd
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Beckham vill fá Aguero.
Beckham vill fá Aguero.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar eftir níu daga. Ensku blöðin eru að skoða hvað gæti gerst fram að því.



Inter Miami, lið David Beckham í Bandaríkjunum, vill fá Sergio Aguero (31) og David Silva (34) frá Manchester City. (Sun)

Manchester United gæti keypt Bruno Fernandes (25) miðjumann Sporting Lisabon á 55 milljónir punda í þessari viku en viðræður hafa gengið betur undanfarna daga. (Mirror)

Fernandes talaði ekkert við stuðningsmenn Sporting og ýtti við sjónvarpsmyndavél eftir tap Sporting gegn Braga í gær. Mögulega var um að ræða kveðjuleik hans með Sporting. (Star)

Tottenham hefur boðið í Boubakary Soumare (20) miðjumann Lille en Chelsea og Manchester United hafa líka sýnt honum áhuga. (Sun)

Jack Grealish (24) hefur sagt Aston Villa að hann ætli ekki að fara neitt í þessum mánuði og einbeiting hans sé á að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Veðbankar hafa lokað á veðmál þess efnis að Gareth Bale (30) sé að ganga til lið við Tottenham á nýjan leik frá Real Madrid. (Mail)



Rodrigo (28) framherji Valencia er á óskalista Barcelona. (Marca)

Newcastle er að íhuga að fá Danny Rose (29) á láni frá Tottenham. (Telegraph)

West Ham gæti boðið í Joe Allen (29) miðjumann Stoke en njósnarar félagsins horfðu á hann í leiknum gegn WBA í fyrrakvöld. (Sun)

Alvaro Odriozola (24) hægri bakvörður Real Madrid er á leið til Bayern Munchen á láni út tímabilið. (AS)

Bournemouth vill fá Bertrand Traore framherja Lyon. Traore lék áður með Chelsea en hann er metinn á 35 milljónir punda.

Leicester og West Ham vilja líka fá Traore. (Foot Mercato)

Barcelona hefur verið orðað við Pierre-Emerick Aubameyang (30) framherja Arsenal. Aubameyang gæti misst af 15,5 milljóna punda bónus frá Arsenal ef hann fer núna frá félaginu. (Star)

Tahith Chong (20), kantmaður Manchester United, verður samningslaus í sumar. Hann hefur rætt við Inter en Barcelona og Juventus hafa einnig áhuga. (Mail)

Burnley, Leicester og Sheffield United vilja fá Josh Brownhill (24) miðjumann Bristol City en hann er falur fyrir sjö milljónir punda. (Bristol Post)

Leeds vill fá Britt Assombalonga (27) framherja Middlesbrough í sínar raðir. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner