Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. janúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cloe Lacasse markahæst í Portúgal - Skorað 20 mörk
Lacasse vann bikarmeistaratitil með ÍBV.
Lacasse vann bikarmeistaratitil með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse hefur verið að fara á kostum með Benfica í Portúgal á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu. Hún skoraði tvö mörk í 6-0 sigri gegn Ovarense síðasta sunnudag.

Hún er markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk skoruð í 13 leikjum. Þetta kemur fram á vefsíðunni zerozero.pt.

Kvennalið Benfica var stofnað 12. desember 2017 og fór illa með B-deildina á síðustu leiktíð. Núna er liðið á sínu fyrsta tímabili í A-deild og er á toppnum með 13 sigra í 13 leikjum. Liðið hefur þá skorað 94 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Ótrúlegt en satt.

Cloe er 26 ára og fædd og uppalin í Kanada. Hún er hins vegar komin með íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa verið í fimm ár hjá ÍBV. Hún er því gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Það verður spennandi að sjá hvort hún leiki með Íslandi á þessu ári, en liðið er í baráttu um að komast á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Englandi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner