Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. janúar 2023 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Besta byrjun Arsenal í sögu úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Topplið Arsenal er nú með fimm stiga forystu á toppnum þegar liðið hefur spila helming leikja í deildinni en þetta er besta byrjun liðsins í úrvalsdeildinni frá upphafi.

Liðið vann góðan 3-2 sigur á Manchester United þökk sé sigurmarki frá Eddie Nketiah undir lok leiks og er Arsenal nú með 50 stig á toppnum.

Arsenal-liðið sem vann deildina árið 2003/2004 og tapaði ekki leik var með 45 stig eftir fyrstu nítján leikina en liðið hans Mikel Arteta bætti það met.

Þetta er því besta byrjun Arsenal í sögu úrvalsdeildarinnar og greinilega allt á réttri leið undir stjórn spænska þjálfarans.

Þá á liðið möguleika á að bæta forystu sína í átta stig en liðið á leik inni á Manchester City sem er í öðru sæti.

Þessi byrjun er í 7. sæti yfir bestu byrjun allra tíma. Liverpool og Manchester City deila toppsætinu með 55 stig eftir nítján leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner