Erling Braut Haaland er kominn með fjórðu þrennuna á tímabilinu en Manchester City er að vinna Wolves, 3-0, á Etihad.
Haaland skoraði fyrsta markið undir lok fyrri hálfleiks með skalla áður en hann bætti við öðru úr vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks.
Hann fullkomnaði síðan þrennu sína á 54. mínútu leiksins og er því kominn með fjórar þrennur á tímabilinu.
Haaland er með 25 mörk í úrvalsdeildinni þegar átján leikir eru eftir og er kominn vel á leið með að bæta markametið í deildinni.
Sjáðu annað markið
Sjáðu þriðja mark Haaland
Good heavens, @ErlingHaaland has another hattrick, his 4th in 20 games. It’s getting a bit silly now.
— Gary Lineker ???????? (@GaryLineker) January 22, 2023
Athugasemdir