Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes nefndi átta leikmenn sem Man Utd á að selja
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur sagt sínu gamla félagi að setja átta leikmenn á sölulista.

Man Utd hefur átt hörmulegt tímabil og er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Scholes, sem er einn besti miðjumaður í sögu United, kom fyrir í innslagi hjá TNT Sports þar sem hann var beðinn um að segja áhorfendum frá því hvaða leikmenn hann myndi selja ef hann stjórnaði hjá Man Utd.

Af þeim sem voru nefndir til sögunnar í myndbandinu þá sagði Scholes að það ætti að selja Matthijs de Ligt, Lisandro Martinez, Luke Shaw, Mason Mount, Casemiro, Antony, Joshua Zirkzee og Marcus Rashford.

Það þarf klárlega hreinsun á Old Trafford en staðan er ekki góð fyrir félagið.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner