Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður og Crouch spilað í svona kerfi hjá Íslandi og Stoke
Eiður Smári er í dag aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla.
Eiður Smári er í dag aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikaðferð Jose Mourinho, stjóra Tottenham, var gagnrýnt á BT Sport eftir 2-1 sigur Chelsea á Spurs.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi U21 landsliðsþjálfari Íslands, var í hópi sérfræðinga í kringum leikinn ásamt Peter Crouch og Rio Ferdinand.

Þeir fóru yfir leikkerfi Mourinho eftir leik. Mourinho spilaði varnarsinnað fimm manna varnarkerfi og líkti Eiður Smári því við leikkerfi sem hann tók þátt í hjá íslenska landsliðinu á sínum tíma.

„Ég spilaði í svona kerfi hjá Íslandi. Þú kemur út af vellinum eftir leik og ert leiður," sagði Eiður og tók Crouch í sama streng og líkti því við kerfi sem hann hefði spilað í hjá Stoke City.

Leikaðferð Mourinho var einnig gagnrýnd eftir 1-0 tap Tottenham gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni síðasta miðvikudag.



Athugasemdir
banner
banner