Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Nigel Pearson tekur við Bristol City (Staðfest)
Nigel Pearson er mættur til Bristol
Nigel Pearson er mættur til Bristol
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson er nýr knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins Bristol City en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Dean Holden, fyrrum leikmaður Vals, var rekinn frá Bristol City á dögunum eftir slakan árangur liðsins en hann tók upprunalega við liðinu í júlí á síðasta ári.

Bristol City er í fimmtánda sæti með 39 stig en þetta er versti árangur liðsins í langan tíma. Liðið hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum en nú er kominn nýr maður í brúna.

Nigel Pearson er tekinn við liðinu en hann hefur þjálfað lið á borð við Leicester, Hull, Watford og Southampton.

Hann stýrði síðast Watford tímabilið 2019-2020 og var stjóri liðsins er það vann Liverpool 3-0 á Vicarage Road og jafnframt fyrsta liðið til að vinna Liverpool í 44 leikjum.

Watford fyrir í öruggu sæti þegar tveir leikir voru eftir af deildinni, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Watford rak Pearson og tapaði svo síðustu tveimur leikjum sínum og féll.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner