Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 22. febrúar 2021 11:39
Elvar Geir Magnússon
Teymi Man Utd missir af leiknum á fimmtudag
Ole Gunnar Solskjær verður áfram án aðstoðarmanna sinna á fimmtudaginn þegar Manchester United fær Real Sociedad í heimsókn í seinni viðureign liðanna í Evrópudeildinni.

Aðstoðarstjórinn Mike Phelan og þjálfararnir Michael Carrick, Kieran McKenna, Darren Fletcher og Martyn Pert eru allir í sóttkví.

Þá eru markvarðaþjálfararnir Richard Hartis og Craig Mawson einnig í sóttkví.

Þeir misstu af sigurleiknum gegn Newcastle í gær.

Manchester United vill ekki gefa nánari upplýsingar um málið.

Nicky Butt og Mark Dempsey voru aðstoðarmenn Solskjær í gær og verða áfram í því hlutverki á fimmtudag. Það verður formsatriði fyrir United að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni eftir 4-0 sigur í fyrri viðureigninni.
Athugasemdir
banner