Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 22. febrúar 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tekur margt jákvætt úr frammistöðunni á Anfield - „Erfitt fyrir mína leikmenn að hugsa“
Rob Edwards
Rob Edwards
Mynd: EPA
Rob Edwards, stjóri Luton Town, er stoltur af frammistöðunni sem liðið bauð upp á í 4-1 tapinu gegn Liverpool á Anfield í gær.

Luton var með 1-0 forystu í hálfleik. Liðið spilaði ágætis bolta í fyrri hálfleiknum þó Liverpool hafi vissulega fengið góð færi til að skora.

Í síðari hálfleiknum keyrðu heimamenn yfir Luton með fjórum mörkum og sáu til þess að þeir færu með fjögurra stiga forystu inn í helgina.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn góður en í seinni hálfleik sáum við Liverpool upp á sitt besta. Fótbolti þar sem inngjöfin var í botni,“ sagði Edwards.

„Gagnpressan var frábær og við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim of oft á sumum augnablikum. Stuðningsmennirnir voru ótrúlegir og ég held að það hafi verið erfitt fyrir leikmennina að hugsa eftir að þeir skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það var bara erfitt að glíma við þetta.“

„Við héldum áfram í síðari hálfleiknum og reyndum að gera réttu hlutina. Við stigum fram en þetta hefði getað verið mun verra ef við hefðum ákveðið að liggja aftur.“

„Það var margt sem við getum verið stoltir af. Við tökum það jákvæða með okkur og margt gott. Við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði sem eru vonbrigði, en Liverpool kveikti ljósin og björt voru þau.“

„Þetta var ekki nóg í endann og Liverpool var betra liðið. Það eru stórir leikir framundan og margt gott við leikinn í kvöld. Við eigum Manchester City í enska bikarnum næst og síðan Aston Villa, sem hefur átt frábært tímabil. Hver einasti leikur í þessari deild er erfiður,“
sagði Edwards.
Athugasemdir
banner
banner
banner