Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 22. mars 2017 10:56
Elvar Geir Magnússon
Parma
Kári: Ég er klár - Hef sparað mig fyrir þetta verkefni
Icelandair
Góðar fréttir af Kára. Hér er hann á æfingunni í dag.
Góðar fréttir af Kára. Hér er hann á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, hefur ekkert spilað með sínu félagsliði í mars vegna meiðsla en hann er klár í slaginn fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Kosóvó á föstudaginn.

„Ég var að spara mig svolítið svo ég myndi ekki fá högg á þetta með félagsliði mínu. Ég forðaðist það að fara í „contact" en nú er ég kominn í stand og líður bara vel," segir Kári sem hefur getað æft á fullu með Íslandi í Parma.

Kári segir að leikurinn gegn Kosóvó hafi verið í huga sér allan tímann sem hann var að jafna sig á meiðslunum.

„Að sjálfsögðu. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og taflan sýnir það að við megum ekki tapa stigum. Ef allt fer á besta veg getum við verið í mjög góðri stöðu fyrir þennan leik."

Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, hefur leikgreint lið Kosóvó fyrir Heimi Hallgrímsson og hélt hann fyrirlestur fyrir íslenska hópinn í gær. Við spurðum Kára að því hverju varnarmenn Íslands séu að fara að mæta á föstudaginn?

„Þeir eru með tvo mjög spræka, einn stóran „striker" og annan minni sem spilar í Austurríki. Það er engin ástæða fyrir okkur að fara að vanmeta þetta lið. Ofan á allt er þetta erfiður útivöllur sem við erum að fara á."

Viðtalið við Kára má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Kári tjáir sig meðal annars um Omonia, lið sitt í Kýpur, og heita stuðningsmenn í landinu.


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner