Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. mars 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefnir Gylfa sem einn af þeim sem Everton á að losa sig við
Mynd: Getty Images
Staðarmiðillinn í Liverpool, Liverpool Echo, segir að félagaskiptaglugginn í sumar verði mjög mikilvægur fyrir Everton.

Carlo Ancelotti er stjóri Everton og hann á eftir að setja sinn stimpil á leikmannahópinn.

Það þarf að taka stórar ákvarðanir og gætu nokkrir leikmenn verið á sínu síðasta tímabili hjá félaginu. Liverpool Echo fer yfir hvaða leikmönnum eigi að halda og hverja á að láta fara.

Samkvæmt þessum lista þá eiga sex leikmenn að hverfa á braut, ásamt því þá er félaginu ráðlagt að kaupa ekki bakvörðinn Djibril Sidibe frá Mónakó.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Maarten Stekelenburg, Cuco Martina, Morgan Schneiderlin, Cenk Tosun, Oumar Niasse og Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi var keyptur frá metfé, 45 milljónir punda, frá Swansea sumarið 2017, en hefur ekki náð að vinna aðdáendur Everton á sitt band. Adam Jones, sem skrifar greinina fyrir Liverpool Echo, segir að nú sé kominn tími á að selja Gylfa.

„Þetta hefur verið sérstaklega erfitt tímabil fyrir Sigurðsson, sem hefur farið úr því að vera markahæsti leikmaður liðsins í að vera leikmaður sem flýtur um á miðsvæðinu," skrifar Jones.

„Íslendingurinn leitar að nýjum tilgangi í kerfi Ancelotti og ef hann finnur hann ekki, þá væri erfitt fyrir Everton að hafna rétta tilboðinu."

Greinina má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner