Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. mars 2021 22:31
Brynjar Ingi Erluson
FH fær markvörð frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur komist að samkomulagi við bandaríska markvörðinn Katelin Talbert um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FH-ingum í dag.

Talbert er 22 ára gömul og spilaði með Humboldt-háskólanum við góðan orðstír.

Hún hefur undanfarna mánuði verið að æfa með OL Reign í bandarísku atvinnumannadeildinni en mun spila með FH-ingum í sumar.

FH féll niður í Lengjudeildina eftir að hafa lent í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.

Liðið hefur styrkt sig mikið fyrir komandi leiktíð en auk Talbert hafa þær Sigrún Ella Einarsdóttir, Halla Helgadóttir, Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Esther Rós Arnarsdóttir allar samið við félagið.
Athugasemdir
banner
banner