Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 22. mars 2021 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Haaland biðst afsökunar - Kastaði treyjunni og strunsaði af velli
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á hegðun sinni eftir 2-2 jafntefli Borussia Dortmund gegn Köln um helgina..

Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum en jöfnunarmarkið kom undir lok leiksins.

Eftir leikinn var hann fljótur að koma sér af vellinum. Jorge Mere, varnarmaður Köln, vildi skiptast á treyjum við hann en Haaland kastaði treyju sinni í Mere áður en hann strunsaði af velli.

Haaland hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni.

„Ég var ógeðslega pirraður. Þetta voru röng viðbrögð hjá mér með því að kasta treyjunni í leikmanninn sem bað mig um hana. Ég biðst afsökunar á því en ég gat ekki stjórnað mér útaf reiði," sagði Haaland við norska fjölmiðla í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner