Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 22. mars 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvernig getur það talist sem refsing að þjálfa kvennalið"
Kvenaboltinn
Það vakti athygli í síðustu viku þegar fréttir bárust af því að Heiko Vogel, þjálfara U23 liðs Borussia Mönchengladbach, hefði verið refsað með því að þjálfa kvennalið.

Vogel fékk refsinguna eftir að hann missti stjórn á skapi sínu í leik. Hann lét dómarana Vanessu Arlt og Nadine Westerhoff heyra það, en þær eru báðar konur.

Hann fékk tveggja leikja bann, var sektaður um 1,500 evrur og var skipað að stýra sex æfingum hjá kvennaliði.

Fótboltakonur í Þýskalandi eru allt annað en sáttar með þessi skilaboð. Fótboltakonur í tveimur efstu deildum Þýskalands gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu en í henni sagði meðal annars.:

„Spurningin sem vaknar er sú hvernig það getur talist sem refsing að þjálfa kvennalið í nokkra klukkutíma?"

Þetta var fægast furðulegur dómur og eitthvað sem hlýtur að vera skoðað.
Athugasemdir