Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. mars 2021 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Staða leikmanna í U21 árs hópnum: Samningar, áhugi og leikform
Icelandair
U21 liðið fyrir leik gegn Ítalíu.
U21 liðið fyrir leik gegn Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson
Mynd: Getty Images
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: UEFA.com
Hákon Rafn Valdimarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hörður Ingi Gunnarsson
Hörður Ingi Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson
Ísak Óli Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson
Ari Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson
Róbert Orri Þorkelsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason
Finnur Tómas Pálmason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið er komið saman á hóteli sínu í Györ í Ungverjalandi. Í tilefni þess er ekki úr vegi að rýna aðeins í stöðuna á leikmönnum liðsins, eru allir í góðu leikformi? Hverjir eru að spila lykilhlutverk hjá sínum liðum og svo framvegis.

Einnig fannst fréttaritara áhugavert að rýna í það hvernig staða leikmanna hjá félögum sínum væri, eru sögur um áhuga annarra félaga? Hvernig er samningsstaða leikmanna? 23 leikmenn eru í hópnum og var staða þeirra allra skoðuð.

Patrik Sigurður Gunnarsson verður 21 árs í nóvember og er að láni hjá Silkeborg frá Brentford. Samningur hans við Brentford rennur út sumarið 2023. Patrik hefur verið frábær í dönsku B-deildinni, fyrst með Viborg og eftir áramót hefur hann haldið hreinu í fimm af sex leikjum Silkeborg. Miðað við samtöl fréttaritara við Patrik er hann með hausinn stilltann inn á það að vera klár þegar David Raya, aðalmarkvörður Brentford, verður seldur frá Brentford og vill gera sterkt tilkall til að verða aðalmarkvörður félagsins komi sú staða upp á næstunni.

Elías Rafn Ólafsson varð 21 árs fyrr í mánuðinum og er að láni hjá Fredericia frá dönsku meisturunum í FC Midtjylland. Elías er ríflega tveggja metra hár sem er oftast talinn kostur fyrir markverði. Samningur hans við Midtjylland rennur út sumarið 2025. Jesper Hansen hefur varið mark Midtjylland á leiktíðinni og verður hann 36 ára seinna í mánuðinum, spurning hvenær hann leggur hanskana á hilluna. Midtjylland fékk inn Jonas Lössl frá Everton í janúar og gætu Elías og Jonas barist um aðalmarkvarðarstöðuna ef Hansen ákveður að kalla þetta gott. Elías hefur leikið alla leiki Fredericia í B-deildinni í vetur þegar hann hefur verið heill, hann missti af tveimur leikjum vegna höfuðmeiðsla fyrr á þessu ári.

Hákon Rafn Valdimarsson verður tvítugur í október. Hann er á sínu síðasta ári á núgildandi samningi við Gróttu og sagan segir að Elfsborg sé að reyna landa Hákoni fyrir gluggalok. Hákon Rafn varð aðalmarkvörður Gróttu sumarið 2018 undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og hefur haldið stöðunni síðan. Í vetur hafa einnig FH og KR verið orðuð við Hákon.

Hörður Ingi „löpp“ Gunnarsson verður 23 ára í ágúst. Hann getur leyst báðar bakvarðastöðurnar en vill heldur spila hægra megin ef hann fær að ráða. Núgildandi samningur Harðar rennur út eftir eitt og hálft ár en hann er leikmaður FH þar sem hann er uppalinn. Hann gekk í raðir FH frá ÍA fyrir síðustu leiktíð en síðasta vor var áhugi á honum ytra en ekkert varð úr því að hann héldi erlendis þá.

Valgeir Lunddal Friðriksson verður tvítugur í september, hann gekk í raðir Häcken í Svíþjóð frá Íslandsmeisturum Vals í desember. Valgeir var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra eftir að hafa átt frábært tímabil í vinstri bakverðinum. Valgeir er réttfættur en fékk tækifærið í vinstri bakverðinum síðasta sumar. Valgeir hefur spilað í bakverðinum með Häcken í bikarnum og rennur samningur hans út eftir tímabilið 2024. Hann hvíldi í síðasta leik þar sem hann var stífur í kálfa.

Ísak Óli Ólafsson er hafsent sem verður 21 árs í sumar. Hann er leikmaður SönderjyskE í Danmörku en var á dögunum lánaður til Keflavíkur til að fá fleiri mínútur á vellinum. Samningur Ísaks rennur út sumarið 2023. Ísak kom tvisvar inn á í deildinni í vetur og spilaði einn bikarleik. Önnur lið en Keflavík höfðu áhuga á að fá Ísak til sín en eins og Ísak sagði í viðtali þá „meikaði mest sens“ að fara til Keflavíkur.

Ari Leifsson er hafsent sem verður 23 ára í ágúst. Hann gekk í raðir Strömsgodset fyrir tímabilið 2020 frá uppelidsfélaginu Fylki. Samningur hans rennur út eftir tímabilið 2023. Ari kom við sögu í fjórtán leikjum í norsku Eliteserien í fyrra og byrjaði sjö þeirra. Hann kom fyrst inn í lið Fylkis 2015, minnti á sig 2017 í Inkasso og var svo algjör lykilmaður 2018 og 2019 í efstu deild. Takmörk hafa verið á því hversu mikið norsku liðin hafa mátt æfa á undirbúningstímabilinu.

Róbert Orri Þorkelsson verður nítján ára í næsta mánuði. Hann kom til Breiðabliks frá uppeldisfélaginu Aftureldingu fyrir tímabilið 2020. Samningur hans við Blika rennur út eftir tímabilið 2022. Hann hefur verið undir smásjá félaga á Norðurlöndunum í vetur og miklar líkur eru á því að hann haldi erlendis á þessu ári. Róbert var miðjumaður hjá Aftureldingu en hefur leikið sem varnarmaður hjá Blikum.

Finnur Tómas Pálmason gekk í raðir IFK Norrköping í Svíþjóð í janúar frá uppeldisfélaginu KR. Finnur varð tvítugur í síðasta mánuði og sló í gegn tímabilið 2019 þegar KR varð Íslandsmeistari. Finnur skrifaði undir samning út tímabilið 2024. Hann býr yfir miklum hraða og spilaði á dögunum sinn fyrsta leik með Norrköping. Hann var að láni hjá Þrótti sumarið 2018 sem hjálpaði honum að öðlast leikreynslu áður en hann svo blómstraði hjá KR.

Kolbeinn Birgir Finnsson verður 22 ára í ágúst og rennur samningur hans við Dortmund út sumarið 2022. Kolbeinn er uppalinn í Fylki en hefur einnig leikið með Gröningen og Brentford á sínum ferli. Hjá Dortmund leikur hann með Dortmund II, varaliðinu, sem leikur í svæðisskiptri fjórðu efstu deild. Kolbeinn hefur leyst vinstri bakvarðarstöðuna í landsliðinu en getur einnig leikið á miðjunni sem og á vinstri kantinum.

Kolbeinn Þórðarson varð 21 árs á dögunum og á eitt ár eftir af samningi sínum við Lommel (félagið á möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár). Kolbeinn er upalinn í HK en fór yfir í Blika á eldra ári í 4. flokki og var sumarið 2019 seldur til Belgíu. Þar hefur hann leyst margar stöður og byrjar flesta leiki í B-deildinni. Hann greindist með covid þegar hópsmit kom upp hjá Lommel en hefur spilað í undanförnum leikjum.

Alex Þór Hauksson verður 22 ára í nóvember og gekk í raðir Östers í Svíþjóð frá Stjörnunni og skrifaði undir samning út tímabilið 2023. Alex er djúpur miðjumaður sem bar fyrirliðabandið hjá Stjörnunni í fyrra. Östers lék ekki í bikarnum þar sem liðið tapaði í umspili fyrir áramót og hefur liðið því leikið æfingaleiki núna á undirbúningstímabilinu. Álftnesingurinn sagði í samtali við fréttaritara að hann væri búinn að fá fullt af mínútum í æfingaleikjunum.

Ísak Bergmann Jóhannesson verður átján ára á morgun! Hann er lykilmaður í liði Norrköping og vakti gífurlega athygli á síðasta tímabili fyrir frammistöðu sína. Stórlið fylgjast með honum og var hann sterklega orðaður við Red Bull Salzburg og Wolves núna eftir áramót. Ísak getur leyst mörg hlutverk svo sem vinstri vængbakvörðinn og vinstri kantinn en er að upplagi miðjumaður. Samningur hans rennur út sumarið 2023. Ísak glímdi við veikindi í febrúar og missti því af nokkrum leikjum með Norrköping en er orðinn frískur og hefur spilað í undanförnum leikjum.

Mikael Neville Anderson verður 23 ára í júlí og á tvö ár eftir af samningi sínum við dönsku meistarana í FC Midtjylland. Mikael er vinstri kantmaður sem hefur að undanförnu spilað á miðjunni í dönsku deildinni. Sögur heyrðust um að Mikael vildi fara í burt frá Midtjylland og var áhugi á honum frá Svíþjóð og Rússlandi. Mikael var settur út úr hóp og látinn setja á bekknum eftir uppákomu á æfingasvæðinu en hefur komið sterkt til baka inn í lið Midtjylland. Mikael er með íslenskan og danskan ríkisborgararétt faðir hans er frá Jamaíka.

Willum Þór Willumsson verður 23 ára í október. Hann er hávaxinn leikmaður sem getur leyst allar stöður á miðjunni. Samningur hans við BATE í Hvíta-Rússlandi rennur út sumarið 2022. Þriðja tímabil Willums hjá BATE hófst á dögunum en hann kom árið 2019 frá Breiðabliki. Willum glímdi við meiðsli á síðasta ári og í upphafi árs en hefur byrjað í tveimur af síðustu þremur leikjum BATE.

Andri Fannar Baldursson varð nítján ára í janúar. Hann lék sína fyrstu leiki í ítölsku Serie A með Bologna fyrir rúmu ári síðan og varð um leið yngsti Íslendingurinn til að leika í topp fimm deildum Evrópu. Andri er miðjumaður og skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við Bologna í fyrra eftir að félög í ensku úrvalsdeildinni sýndu áhuga. Í vetur hefur hann komið við sögu í fimm leikjum með Bologna. Hann glímdi við meiðsli undir lok febrúar en er kominn til baka og lék með Primavera liðinu á dögunum.

Stefán Teitur Þórðarson verður 23 ára í október og gekk miðjumaðurinn í raðir Silkeborg frá ÍA í október. Stefán skrifaði undir samning út tímabilið 2024. Hann var fyrri hluta leiktíðarinnar að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og á meðan sú vinna var í gangi greindist hann með covid. Núna eftir áramót hefur Stefán byrjað alla leiki, skoraði mark á dögunum og er að hjálpa Silkeborg á sinni vegferð upp í efstu deild í Danmörku.

Valdimar Þór Ingimundarson verður 22 ára í næsta mánuði. Valdimar er vinstri kantmaður en getur einnig leyst aðrar stöður framarlega á vellinum. Hann var keyptur til Strömsgodset síðasta haust frá Fylki og skrifaði hann undir samning út tímabilið 2023. Valdimar var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og besti leikmaður Fylkis. Hann lék ellefu leiki með norska liðinu seinni hluta síðasta tímabils og skoraði tvö mörk. Það gildir eins með Valda og Ara að undirbúningstímabilið í Noregi hefur verið snúið.

Þórir Jóhann Helgason er sóknarsinnaður miðjumaður sem verður 21 árs í september. Samningur hans við FH rennur út undir lok þessa árs og er hann sá leikmaður í hópnum sem á styst eftir af núgildandi samningi sínum. Þórir er uppalinn hjá Haukum en fór í FH fyrir tímabilið 2018. Þórir missti af leikjum með FH núna eftir áramót en tók þátt í síðustu þremur leikjum FH í Lengjubikarnum.

Bjarki Steinn Bjarkason verður 21 árs í maí og spilar hann oftast á kantinum. Hann gekk í raðir Venezia á síðasta ári frá ÍA og skrifaði undir samning út tímabilið 2022/23. Bjarki hefur komið við sögu í átta leikjum Venezia í Serie B og spilaði einnig tvo bikarleiki. Bjarki hefur komið inn á í þremur leikjum eftir áramót og spilað samtals tuttugu mínútur.

Jón Dagur Þorsteinsson verður 23 ára í nóvember. Hann er samningsbundinn AGF út næsta tímabil en hann kom til félagsins árið 2019. Jón Dagur er rættfættur kantmaður og hefur spilað stórt hlutverk í liði AGF sem er ekki langt frá toppnum í Danmörku. Jón hefur þó ekki fengið að klára marga leiki en segir erfitt að kvarta þar sem vel gengur hjá liðinu. Jón hefur skorað fimm mörk í 22 deildarleikjum til þessa og eru sögur um að stærri félög hafi áhuga.

Sveinn Aron Guðjohnsen verður 23 ára í maí. Hann er framherji sem er samningsbundinn Spezia á Ítalíu en er á láni hjá OB út þessa leiktíð. Samningur hans við ítalska félagið rennur út sumarið 2022. Sveinn hefur ekki fengið margar mínútur hjá OB, komið inn á sjö sinnum í deildinni, byrjað einu sinni í bikarnum og komið inn á í einum bikarleik. Alls 214 mínútur í vetur. Hann var ekki í myndinni hjá Jakob Mihcelsen núna eftir áramót en Michelsen er ekki lengur við stjórnvölinn og var Svenni á bekknum í síðasta deildarleik og kom inn á undir lokin.

Brynjólfur Andersen Willumsson verður 21 árs í ágúst. Hann skrifaði á dögunum undir samning við Kristiansund sem gildir út leiktíðina 2024. Binni getur leyst allar stöður framarlega á vellinum en spilar oftast fyrir aftan framherjann eða sem fremsti maður. Binni tók þátt í öllum undirbúningsleikjum Breiðabliks þar til tilkynnt var um félagaskiptin. Í fyrra skoraði hann fjögur mörk í sautján leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Athugasemdir
banner
banner