Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. mars 2021 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Stjörnumenn þurfa ekki að fara í sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaumfjöllunnar í dag en þar er tekið fram að karlaliðið hafi ekki verið sent í sóttkví.

Mbl.is greindi frá því í morgun að Fylkir og Stjarnan þyrftu að fara í sóttkví eftir að smit kom upp í hópnum hjá Fylkismönnum en liðin áttust við í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardag.

Fylkisliðið er í sóttkví en Stjörnumenn þurfa þó ekki að fara sömu leið.

Stjarnan sendi frá sér yfirlýsingu og óskuðu Fylkismönnum góðs gengis.

Yfirlýsing frá Stjörnunni:

„Kæra Stjörnufólk,
Í ljósi fréttaumfjöllunar þá viljum við taka það fram að meistaraflokkur karla er EKKI í sóttkví.
Við munum að sjálfsögðu fara varlega og fylgjast vel með ef einhver einkenni koma upp.
Einnig viljum við óska Fylkismönnum góðs gengis og bata til þeirra sem greindust með veiruna!
Skíni Stjarnan."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner