Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 22. mars 2023 19:23
Elvar Geir Magnússon
Zenica
Aron Einar: Alfarið undir okkur komið að skapa stemningu fyrir liðinu
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að reyna að ímynda mér að ég sé að fara að spila, bara til að fá tilfinninguna. Ég væri til í að vera á vellinum á morgun og berjast fyrir þremur stigum," segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í kvöld, þrátt fyrir að taka út leikbann í leiknum í Bosníu á morgun. Aron fékk rautt spjald gegn Albaníu í Þjóðadeildinni.

„Ég er kominn hingað til að hjálpa til við að undirbúa liðið eins vel og hægt er. Það er svekkjandi að vera ekki með. En ég mæti ferskur í Liechtenstein leikinn, maður reynir að horfa á þetta jákvæðum augum."

Aron segir það algjörlega í höndum liðsins að búa til betri stemningu fyrir liðinu hjá íslensku þjóðinni. Til að það takist þurfi að sækja úrslit.

„Úrslitin skapa stemningu, við þurfum að ná í úrslitin til að búa til stemningu í kringum okkur aftur. Fá fólk á völlinn aftur. Það er undir okkur komið, hvernig við spilum og hvaða úrslit við náum í. Þetta er alfarið undir okkur komið hvernig framvindan á því verður," segir Aron.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum riðli, það eru skemmtileg verkefni í þessu og góðir möguleikar. Ég er virkilega spenntur fyrir þessari undankeppni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner