Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 22. mars 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
La Finca
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tvö mjög jöfn lið og þeir eru með mjög góða leikmenn, hafa verið að þróa sitt lið undanfarin ár. Við vorum vel inn í þessu í fyrri leiknum og við leggjum upp með það að vinna á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Sverrir ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins á Spáni en á sunnudag verður seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1.

„Það voru margir mjög góðir punktar í fyrri leiknum en líka margir punktar sem við þurfum að laga, sem er eðlilegt. Við munum fara yfir það á fundum og æfingum."

Sverrir segir að það séu margar nýjungar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, kemur með að borðinu.

„Arnar setur miklar kröfur á leikmenn og vill spila nútíma fótbolta, pressa hátt uppi, spila boltanum með jörðinni og við erum með leikmenn í það. Það eru nýir fídusar í þessu hjá okkur og þetta tekur sinn tíma. Eins og sást í fyrri leiknum er öðruvísi uppstilling þegar við sækjum en þegar við verjumst og annað. Við erum enn að læra eins mikið og við getum."

„Það er virklega spennandi að fá að taka þátt í svona verkefni. Ég hef verið í landsliðinu í mörg ár og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér. Það er gaman að taka þátt í þessu en það er eðlilegt í fyrsta leik að hann sé kaflaskiptur."

Það bárust tíðindi úr herbúðum landsliðsins í gær en Jóhann Berg Guðmundsson sem gat ekki tekið þátt í fyrri leiknum kemur inn í hópinn og verður með á sunnudag.

„Hann hefur aðeins verið í kringum þetta og það er klárlega frábært að fá hann inn. Við þurfum á okkar bestu leikmönnum að halda og Jói er að fara að leika sinn hundraðasta landsleik þannig að það er hellings reynsla í því. Eina vitið er að vinna Kósóvana í hundraðasta leiknum hans," segir Sverrir.

Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Sverrir nánar um landsleikinn, um að hafa tapað með Panathinaikos fyrir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í Sambandsdeildinni og um þá upplifun að hafa mætt Víkingum í umferðinni á undan.
Athugasemdir
banner
banner