Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
   lau 22. mars 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
La Finca
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tvö mjög jöfn lið og þeir eru með mjög góða leikmenn, hafa verið að þróa sitt lið undanfarin ár. Við vorum vel inn í þessu í fyrri leiknum og við leggjum upp með það að vinna á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Sverrir ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins á Spáni en á sunnudag verður seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1.

„Það voru margir mjög góðir punktar í fyrri leiknum en líka margir punktar sem við þurfum að laga, sem er eðlilegt. Við munum fara yfir það á fundum og æfingum."

Sverrir segir að það séu margar nýjungar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, kemur með að borðinu.

„Arnar setur miklar kröfur á leikmenn og vill spila nútíma fótbolta, pressa hátt uppi, spila boltanum með jörðinni og við erum með leikmenn í það. Það eru nýir fídusar í þessu hjá okkur og þetta tekur sinn tíma. Eins og sást í fyrri leiknum er öðruvísi uppstilling þegar við sækjum en þegar við verjumst og annað. Við erum enn að læra eins mikið og við getum."

„Það er virklega spennandi að fá að taka þátt í svona verkefni. Ég hef verið í landsliðinu í mörg ár og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér. Það er gaman að taka þátt í þessu en það er eðlilegt í fyrsta leik að hann sé kaflaskiptur."

Það bárust tíðindi úr herbúðum landsliðsins í gær en Jóhann Berg Guðmundsson sem gat ekki tekið þátt í fyrri leiknum kemur inn í hópinn og verður með á sunnudag.

„Hann hefur aðeins verið í kringum þetta og það er klárlega frábært að fá hann inn. Við þurfum á okkar bestu leikmönnum að halda og Jói er að fara að leika sinn hundraðasta landsleik þannig að það er hellings reynsla í því. Eina vitið er að vinna Kósóvana í hundraðasta leiknum hans," segir Sverrir.

Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Sverrir nánar um landsleikinn, um að hafa tapað með Panathinaikos fyrir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í Sambandsdeildinni og um þá upplifun að hafa mætt Víkingum í umferðinni á undan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner