Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   lau 22. mars 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
La Finca
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tvö mjög jöfn lið og þeir eru með mjög góða leikmenn, hafa verið að þróa sitt lið undanfarin ár. Við vorum vel inn í þessu í fyrri leiknum og við leggjum upp með það að vinna á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Sverrir ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins á Spáni en á sunnudag verður seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1.

„Það voru margir mjög góðir punktar í fyrri leiknum en líka margir punktar sem við þurfum að laga, sem er eðlilegt. Við munum fara yfir það á fundum og æfingum."

Sverrir segir að það séu margar nýjungar sem Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, kemur með að borðinu.

„Arnar setur miklar kröfur á leikmenn og vill spila nútíma fótbolta, pressa hátt uppi, spila boltanum með jörðinni og við erum með leikmenn í það. Það eru nýir fídusar í þessu hjá okkur og þetta tekur sinn tíma. Eins og sást í fyrri leiknum er öðruvísi uppstilling þegar við sækjum en þegar við verjumst og annað. Við erum enn að læra eins mikið og við getum."

„Það er virklega spennandi að fá að taka þátt í svona verkefni. Ég hef verið í landsliðinu í mörg ár og þetta er eitthvað nýtt fyrir mér. Það er gaman að taka þátt í þessu en það er eðlilegt í fyrsta leik að hann sé kaflaskiptur."

Það bárust tíðindi úr herbúðum landsliðsins í gær en Jóhann Berg Guðmundsson sem gat ekki tekið þátt í fyrri leiknum kemur inn í hópinn og verður með á sunnudag.

„Hann hefur aðeins verið í kringum þetta og það er klárlega frábært að fá hann inn. Við þurfum á okkar bestu leikmönnum að halda og Jói er að fara að leika sinn hundraðasta landsleik þannig að það er hellings reynsla í því. Eina vitið er að vinna Kósóvana í hundraðasta leiknum hans," segir Sverrir.

Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Sverrir nánar um landsleikinn, um að hafa tapað með Panathinaikos fyrir Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í Sambandsdeildinni og um þá upplifun að hafa mætt Víkingum í umferðinni á undan.
Athugasemdir
banner
banner