Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Enski boltinn - Svo gott sem komið hjá Liverpool
Tveggja Turna Tal - Eiður Ben Eiríksson
Hugarburðarbolti GW 26 Liverpool er langbesta lið deildarinnar !
Útvarpsþátturinn - Gylfaginning og ársþingið
Ótímabæra spáin fyrir Bestu deild kvenna
Hugarburðarbolti GW 25 Er kominn nýr egypskur prins í úrvalsdeildina ?
Og allt í einu er Gylfi kominn í Víking
Enski boltinn - Er botninum náð?
Tveggja Turna Tal - Guðjón Pétur Lýðsson
Útvarpsþátturinn - Sögulegur sigur, Siggi Raggi og ungir leikmenn
Enski boltinn - Sá síðasti í Guttagarði, töfrar í bikar og vesen á City
Tveggja Turna Tal - Finnur Orri Margeirsson
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Fótbolta nördinn - Undirbúningstímabil: Trivíaleikarnir
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Tveggja Turna Tal - Ómar Ingi Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Hugarburðarbolti GW 23 Er Hjálmar Örn farinn að þjálfa Tottenham?
Fótbolta nördinn - Úrslit: Víkingur vs Fylkir
   lau 22. apríl 2017 16:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tryggvi Páll: Væri 'game over' hjá öðrum en Zlatan
„Það bendir til þess að hann hafi slitið allt í hnénu í drasl. Við erum að tala um einhverja 8-9 mánuði frá. Þetta lítur illa út," sagði Tryggvi Páll Tryggvason á raududjoflarnir.is um meiðsli Zlatan Ibrahimovic, sóknarmanns Manchester United.

Þessi 35 ára Svíi meiddist illa í sigri United gegn Anderlecht í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.

„Ef þetta væri einhver annar en Zlatan þá myndi maður telja að þetta væri 'game over' en það er ekki eðli Zlatans að gefast upp núna. Samningur hans rennur út í sumar og spurning hvað Manchester United gerir í þessu. Það er erfitt að sjá hvað gerist."

Tryggvi segir að í fullkomnum heimi myndi United gera nýjan samning við hann og nota hann í breiddina þegar hann hann kemur til baka.

„Það er samt ekki forsvaranlegt að vera að borga 300 þúsund pund á viku bara fyrir að hafa skemmtilegan mann í hópnum."

United er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mun leika gegn Celta Vigo. Þá er liðið enn í baráttu um að enda í topp fjórum á Englandi. Hvað þýðir brotthvarf Zlatan fyrir liðið og lokasprettinn?

„Hann hefur verið langbesti leikmaður United á tímabilinu og mörk hans hafa gefið liðinu mikið. Hin hliðin á teningnum er sú að liðið hefur reitt sig mikið á hann, sóknarleikurinn hefur gengið út á að finna Zlatan. Þó það sé gróft að draga ályktanir út frá einum leik þá virkaði liðið mjög vel með Rashford og Lingaard í framlínunni gegn Chelsea, það var meiri liðsframmistaða og eitthvað sem maður vill kannski sjá í framtíðinni," segir Tryggvi.

„Bjarti sólargeislinn í þessu er að nú fær kannski Rashford að vera fremstur en ekki úti á kantinum. Manni finnst hann vera bestur frammi. Hann fær tækifæri til að láta ljós sitt skína eins og hann hefur verið að gera í síðustu leikjum. Það eru margir erfiðir leikir framundan og auðvitað er slæmt að missa Zlatan í þessum leikjum."

Tryggvi segir að nú sé rétti tímapunkturinn fyrir Anthony Martial að sýna hvað hann getur en Frakkinn hefur legið undir mikilli gagnrýni frá Jose Mourinho.

Í leiknum gegn Anderlecht missti United líka Marcos Rojo í meiðsli. Miðvörðurinn er umdeildur meðal stuðningsmanna en hefur staðið sig vel í lykilhlutverki í liðinu síðustu mánuði.

„Hann hefur verið virkilega þéttur og hrikalegt að missa hann. Nú er Eric Bailly eini miðvörðurinn sem er heill og það verður erfitt að fylla skarð Rojo. United mun kaupa allavega einn miðvörð í sumar, jafnvel tvo."

Tryggvi segir að það yrði slys ef United nær ekki að vinna Evrópudeildina en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner