Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 22. maí 2023 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Alma Rós: Ég væri alveg til í að vera komin út að spila
Kvenaboltinn
 Alma Rós Magnúsdóttir
Alma Rós Magnúsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alma Rós Magnúsdóttir er nafn sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn ættu að leggja á minnið til framtíðar. Alma sem einungis er 15 ára gömul og enn í grunnskóla var í byrjunarliði Keflavíkur í Bestu deildinni í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Selfoss í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Alma sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á dögunum mætti galvösk í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net og ræddi um upplifun sína af leiknum í aðstæðum sem hún var eflaust stressaðri fyrir en leiknum sjálfum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

„Það var bara geggjað, mjög gaman og bara geggjað.“

Alma sem eins og áður segir er aðeins 15 ára gömul og með allra yngstu leikmönnum deildarinnar. En hvernig skyldi vera fyrir hana að vera í hóp með eldri og reyndari leikmönnum og hvernig taka þær henni?

„Þær taka mér bara mjög vel. Þetta er bara alveg geggjaður hópur.“

Þegar um jafn unga leikmenn er að ræða og Ölmu leikur manni forvitni á að vita hvert þeir stefni í framtíðinni. Hvar skyldi Alma sjá sig eftir 5 ár?

„Ég væri alveg til í að vera komin út að spila, ég stefni á það allavegana.“

Sem leikmaður Keflavíkur horfir hún mögulega til Sveindísar Jane og hennar framgöngu í fótboltanum á undanförnum árum?

„Já Sveindís og Sara Björk og svona.“

Sagði Alma en viðtalið við hana má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner