Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 22. maí 2023 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Man ekki eftir færi sem þær fengu
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Keflavík vann 1-0 baráttusigur á liði Selfoss í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Sigurinn markaði enda á tveggja leikja taphrinu Keflavíkur og það var að vonum að fyrirliði liðsins Kristrún Ýr Holm væri ánægð þegar hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

„Heldur betur, ekkert smá sterkur sigur og mjög kærkomið eftir síðustu tvo leiki.“ Sagði Kristún um sigurinn og þá staðreynd að hún var ögn upplitsdjarfari í kvöld en síðast þegar fréttaritari ræddi við hana eftir erfitt tap gegn Breiðablik.


Skipulag Keflavíkur í leiknum var til fyrirmyndar leikinn á enda og man fréttaritari ekki til þess að lið Selfoss hafi ógnað vörn Keflavíkur eða markinu að nokkru ráði í leiiknum.

„Ég man ekki eftir færi sem að þær fengu. Við vissulega vorum mjög skipulagðar en það sem ég er ánægðust með er að við héldum boltanum. Við vorum yfirvegaðar á boltann og vildum spila honum og vorum ekki að þvinga honum fram.“

Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er bikarslagur gegn Þór/KA næstkomandi laugardag. Þar fær liðið loks að leika á eiginlegum heimavelli sínum HS Orkuvellinum en til þessa hefur liðið leikið á gervigrasvellinum við hlið Nettóhallarinnar í Reykjanesbæ. Um það að komast loks “heim” sagði Kristrún.

„Okkur er reyndar farið að þykja svolítið vænt um þennan völl en það verður mjög gott að komast loksins á aðalvöllinn“

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner