Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   mán 22. maí 2023 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Man ekki eftir færi sem þær fengu
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Keflavík vann 1-0 baráttusigur á liði Selfoss í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Sigurinn markaði enda á tveggja leikja taphrinu Keflavíkur og það var að vonum að fyrirliði liðsins Kristrún Ýr Holm væri ánægð þegar hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Selfoss

„Heldur betur, ekkert smá sterkur sigur og mjög kærkomið eftir síðustu tvo leiki.“ Sagði Kristún um sigurinn og þá staðreynd að hún var ögn upplitsdjarfari í kvöld en síðast þegar fréttaritari ræddi við hana eftir erfitt tap gegn Breiðablik.


Skipulag Keflavíkur í leiknum var til fyrirmyndar leikinn á enda og man fréttaritari ekki til þess að lið Selfoss hafi ógnað vörn Keflavíkur eða markinu að nokkru ráði í leiiknum.

„Ég man ekki eftir færi sem að þær fengu. Við vissulega vorum mjög skipulagðar en það sem ég er ánægðust með er að við héldum boltanum. Við vorum yfirvegaðar á boltann og vildum spila honum og vorum ekki að þvinga honum fram.“

Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er bikarslagur gegn Þór/KA næstkomandi laugardag. Þar fær liðið loks að leika á eiginlegum heimavelli sínum HS Orkuvellinum en til þessa hefur liðið leikið á gervigrasvellinum við hlið Nettóhallarinnar í Reykjanesbæ. Um það að komast loks “heim” sagði Kristrún.

„Okkur er reyndar farið að þykja svolítið vænt um þennan völl en það verður mjög gott að komast loksins á aðalvöllinn“

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner