Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 22. maí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca kostar tæplega 8 milljónir punda
Mynd: Leicester
Enzo Maresca, þjálfari Leicester City, er eftirsóttur af liðum víða um Evrópu en Leicester vill ekki missa þjálfarann sinn.

Maresca er samningsbundinn Leicester til 2026 en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum við félagið, sem hljóðar upp á tæplega 8 milljónir punda.

Sé eitthvað félag áhugasamt um að ráða Maresca þarft það að borga umbeðna upphæð til að leysa hann undan samningi.

Þessi efnilegi ítalski þjálfari er 44 ára gamall og starfaði sem aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við Parma 2021 og svo Leicester í fyrra.

Maresca á einnig farsælan fótboltaferil að baki þar sem hann var lykilmaður upp yngri landslið Ítalíu en lék aldrei fyrir A-landsliðið. Hann stoppaði þó við hjá félögum á borð við Juventus, Fiorentina, Sevilla og Sampdoria á ferli sínum sem atvinnumaður, auk þess að hafa spilað fyrir West Bromwich Albion á upphafi ferilsins um aldamótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner