Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mátti ekki velja Albert í hópinn
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip.

Á síðasta ári kærði kona Albert fyrir kynferðisbrot. Það mál var fellt niður fyrir valið á síðasta landsliðshópi en eftir að hópurinn var tilkynntur var niðurfellingin kærð. Það mál er enn í gangi og því mátti ekki velja Albert í hópinn.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundinum að hann mætti ekki velja Albert.

„Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ. Ég get ekki gert neitt við því," sagði Hareide.

„Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert. Ég vil líka bæta því við að ég hef verið í þeirri stöðu áður að vera með leikmenn sem eru líklega að fara að skipta um félag. Það fer mikil athygli í það. Það er ekki gott því hausinn er stundum annars staðar. Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur truflað."

„En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því," sagði Norðmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner