Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 11:37
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli í liði umferðarinnar og fær tilnefningu í flottasta markið
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, er í úrvalsliði 31. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar.

Hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn Viborg en sigurinn fór langleiðina með að innsigla áframhaldandi veru Lyngby í deildinni.

Viborg var 1-0 yfir í hálfleik en Sævar Atli kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hann jafnaði metin á 82. mínútu og kom liðinu yfir þremur mínútum síðar.

Seinna mark hans var stórglæsilegt og er tilnefnt sem mark umferðarinnar.

Lyngby heimsækir Hvidovre, sem er fallið, í lokaumferðinni á laugardag. Íslenska liðinu dugir jafntefli til að innsigla sæti sitt. OB mætir Viborg á sama tíma og ef OB vinnur ekki þá heldur Lyngby sæti sínu sama hvernig fer hjá þeim.


Athugasemdir
banner
banner
banner