Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Kompany kominn með munnlegt samkomulag við Bayern
Mynd: Getty Images
Sky greinir frá því í kvöld að Vincent Kompany hafi náð munnlegu samkomulagi við FC Bayern um samningsmál, ákveði þýska stórveldið að ráða hann til starfa.

Sky segir að Bayern sé komið í viðræður við Burnley, enda er Kompany samningsbundinn Burnley næstu fjögur árin.

Bayern er í leit að nýjum þjálfara eftir að hafa samið við Thomas Tuchel um starfslok, en sú leit hefur ekki verið að ganga sérlega vel þar sem allir helstu kostir Bayern hafa neitað félaginu.

Nú hefur Bayern því ákveðið að snúa sér að Kompany og eru taldar góðar líkur á að hann taki við félaginu.

Bayern gæti þó einnig haft áhuga á Mauricio Pochettino eftir að hann var rekinn frá Chelsea fyrr í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner