Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 22. júní 2021 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjössi Hreiðars: Fannst við betra liðið í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík féll úr leik í MJólkurbikar karla eftir 2-1 tap á Salt-Pay vellinum á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals hjá fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin eftir leikinn?

„Það er fúlt að vera dottnir út vegna þess að við ætluðum okkur áfram, bikarinn er þannig að þú þarft að vinna leiki til að fá fleiri leiki. Við erum 'off' þetta árið og það er miður. Mér fannst við vera með frammistöðu til að fara áfram."

Hvað hefðu þið þurft að gera betur hér í kvöld?

„Við hefðum þurft að vera aðeins grimmari inn í teignum og í kringum hann til að ná fleiri mörkum. Strákarnir leggja sig fram og standa sig vel við erfiðar aðstæður, mér fannst við herja mjög vel á þá í restina, það var bara sjónarmunur hvort boltinn var inni eða ekki."

Það voru margar breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik, eru meiðsli að hrjá liðið?

„Nei, það er mjög stutt á milli leikja, spiluðum síðast á föstudaginn og svo aftur næsta föstudag, það eru leikmenn sem þurfa að spila fótboltaleiki. Við erum búnir að vera á sama liði undanfarið. Við erum hér inná með fínt lið sem mér fannst vera betra inn á vellinum í leiknum."
Athugasemdir
banner