
Grindavík féll úr leik í MJólkurbikar karla eftir 2-1 tap á Salt-Pay vellinum á Akureyri í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 1 Grindavík
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals hjá fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin eftir leikinn?
„Það er fúlt að vera dottnir út vegna þess að við ætluðum okkur áfram, bikarinn er þannig að þú þarft að vinna leiki til að fá fleiri leiki. Við erum 'off' þetta árið og það er miður. Mér fannst við vera með frammistöðu til að fara áfram."
Hvað hefðu þið þurft að gera betur hér í kvöld?
„Við hefðum þurft að vera aðeins grimmari inn í teignum og í kringum hann til að ná fleiri mörkum. Strákarnir leggja sig fram og standa sig vel við erfiðar aðstæður, mér fannst við herja mjög vel á þá í restina, það var bara sjónarmunur hvort boltinn var inni eða ekki."
Það voru margar breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik, eru meiðsli að hrjá liðið?
„Nei, það er mjög stutt á milli leikja, spiluðum síðast á föstudaginn og svo aftur næsta föstudag, það eru leikmenn sem þurfa að spila fótboltaleiki. Við erum búnir að vera á sama liði undanfarið. Við erum hér inná með fínt lið sem mér fannst vera betra inn á vellinum í leiknum."
Athugasemdir