Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   þri 22. júní 2021 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjössi Hreiðars: Fannst við betra liðið í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík féll úr leik í MJólkurbikar karla eftir 2-1 tap á Salt-Pay vellinum á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals hjá fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin eftir leikinn?

„Það er fúlt að vera dottnir út vegna þess að við ætluðum okkur áfram, bikarinn er þannig að þú þarft að vinna leiki til að fá fleiri leiki. Við erum 'off' þetta árið og það er miður. Mér fannst við vera með frammistöðu til að fara áfram."

Hvað hefðu þið þurft að gera betur hér í kvöld?

„Við hefðum þurft að vera aðeins grimmari inn í teignum og í kringum hann til að ná fleiri mörkum. Strákarnir leggja sig fram og standa sig vel við erfiðar aðstæður, mér fannst við herja mjög vel á þá í restina, það var bara sjónarmunur hvort boltinn var inni eða ekki."

Það voru margar breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik, eru meiðsli að hrjá liðið?

„Nei, það er mjög stutt á milli leikja, spiluðum síðast á föstudaginn og svo aftur næsta föstudag, það eru leikmenn sem þurfa að spila fótboltaleiki. Við erum búnir að vera á sama liði undanfarið. Við erum hér inná með fínt lið sem mér fannst vera betra inn á vellinum í leiknum."
Athugasemdir
banner
banner