Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 22. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool til í að selja Williams í sumar
Neco Williams má fara frá Liverpool í sumar, en það er vefmiðillinn Goal sem fjallar um þetta.

Liverpool metur hinn tvítuga Williams á 10 milljónir punda og talið er að leikmaðurinn sjálfur sé spenntur fyrir því að fara til að spila meiri fótbolta.

Williams hefur leikið 25 leiki með aðalliði Liverpool frá því hann þreytti frumraun sína 2019.

Hægri bakvörðurinn er núna að spila á EM með Wales en mál hans verða líklega leyst eftir það.

Samkvæmt heimildum Goal þá verður Southampton fremst í röðinni í baráttunni um leikmanninn. Wolves og Leeds eru einnig áhugasöm, rétt eins og Burnley, Aston Villa og Norwich.
Athugasemdir