Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 22. júní 2022 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Calhanoglu um Zlatan: Hann gerir allt til að fá athygli
Zlatan Ibrahimovic og Hakan Calhanoglu voru fínir félagar hjá Milan
Zlatan Ibrahimovic og Hakan Calhanoglu voru fínir félagar hjá Milan
Mynd: EPA
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Calhanoglu vandar Zlatan Ibrahimovic ekki kveðjurnar í viðtali við tyrkneska miðilinn Tivibuspor í dag.

Calhanoglu tók þá djörfu ákvörðun að yfirgefa Milan á síðasta ári og ganga í raðir nágrannalið Inter.

Zlatan var afar óhress með þessa ákvörðun Calhanoglu og sagði leikmanninn hafa nýtt sér sorglegar aðstæður til að koma sér frá félaginu.

Þegar Milan vann svo ítölsku deildinni kallaði Zlatan til stuðningsmanna og skaut á Calhanoglu með því að biðja stuðningsmenn um að senda honum skilaboð.

Calhanoglu ræddi við Tivibuspor í dag og sagði að þetta væri ekkert nema athyglissýki í Svíanum.

„Hann elskar athyglina. Hann skilaði engu framlagi á þessu ári og tók í raun og veru ekki þátt, en hann gerir allt til að fá athygli frá stuðningsmönnum Milan. Þannig er hann bara en hann er fertugur. Ég myndi ekki haga mér svona ef ég væri fertugur."

„Mér finnst ekki rétt að manneskja sem hringir í mig, biður mig um að koma út að borða og fara í mótorhjólarúnt með sér að gera þetta. Ég bar mikla virðingu fyrir honum og virðingin var gagnkvæm. Ég kom líka fyrir í bókinni hans og hann varð bara að skrifa það, annars væri ekkert til að skrifa um. Besta svar mitt til hans væri hreinlega bara að svara honum ekki,"
sagði hann um Zlatan.
Athugasemdir
banner
banner