Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 22. júní 2024 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Probierz: Synd að við tókum ekki forystuna á undan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pólland er fyrsta þjóðin til að vera slegin úr leik á Evrópumótinu í Þýskalandi í ár, eftir 3-1 tap gegn Austurríki í gær.

Michal Probierz svaraði spurningum að leikslokum og var afar svekktur eftir að Pólverjar töpuðu einnig gegn Hollandi í fyrstu umferð.

Austurríki tók forystuna snemma leiks en Pólverjar jöfnuðu og var staðan 1-1 í hálfleik.

„Markmiðið var að sigra þennan leik. Í hálfleik vorum við að leita leiða til að komast í gegnum austurrísku vörnina og það er synd að við höfum ekki verið fyrri til að taka forystuna í seinni hálfleik," sagði Probierz eftir tapið og sneri sér svo að Robert Lewandowski, sem byrjaði á bekknum í gær þrátt fyrir að vera búinn að ná sér af meiðslum. Honum var skipt inn á 60. mínútu en tókst ekki að hafa áhrif á leikinn.

„Hann var búinn að jafna sig af meiðslunum og æfði með hópnum. Við ákváðum í sameiningu með læknateyminu og Robert Lewandowski sjálfum að hann myndi ekki byrja þennan leik vegna hás orkustigs og þeirra meiðslahættu sem fylgir því verandi nýkominn til baka á völlinn."

Probierz segir það mikilvægt fyrir Pólverja að ljúka mótinu með stolti þegar þeir mæta stórveldi Frakklands. Þeir eiga ekki möguleika á að komast áfram í næstu umferð en þeir geta enn sýnt sitt rétta andlit.
Athugasemdir
banner
banner