Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   lau 22. júní 2024 19:30
Sölvi Haraldsson
Segir Val ekki hafa rætt við Söru - Ekki boðið í Natöshu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valur hefur ekki sett sig í samband við Söru Björk Gunnarsdóttur sem er að leita sér af félagi í dag. Þá hefur félagið einnig ekki haft samband við Natöshu Moraa-Anasi Erlingsson en þetta staðfesti þjálfari liðsins, Pétur Pétursson, í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöldi eftir sigur Vals á FH.


Heyrst hafði að Valur hafi sett sig í samband við Natöshu um möguleg félagskipti til Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. Pétur svaraði því mjög einfaldlega þegar hann var spurður út í það hvort Valur væri búið að ræða við Natöshu.

„Nei.“

Þá staðfesti Pétur einnig að félagið hafi ekki heyrt í Söru Björk. Sara Björk yfirgaf Juventus á dögunum en hún hefur verið orðuð við deildina í Sádí Arabíu.

Lítið hefur heyrst af framtíðaráformum fyrrum landsliðsfyrirliðans en hún og Valur hafa allavegana ekki fundað. Pétur gaf aftur mjög stutt og einfalt svar þegar spurt var út í hvort Valur hafi heyrt í Söru.

„Nei.“


Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Athugasemdir
banner