Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júlí 2021 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Markalaus jafntefli á Suðurnesjunum
Mynd: Þróttur V.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru tveir leikir fram í 2. deild karla í kvöld og báðir voru þeir á Suðurnesjunum.

Þróttur tók á móti Njarðvík í Vogum á meðan Reynir fékk Hauka í heimsókn í Sandgerði.

Báðum leikjunum lauk með markalausum jafnteflum. Samkvæmt tölfræði á vefsíðu urslit.net þá ríkti mikið jafnræði í afar tíðindalitlum leik í Vogum.

Það var meira líf í leiknum í Sandgerði og voru gestirnir úr Hafnarfirði betri aðilinn en þeim tókst ekki að skora.

Reynismenn spiluðu síðasta stundarfjórðung leiksins manni færri en eftir að Strahinja Pajic var rekinn af velli en það kom ekki að sök.

Þróttur vermir toppsæti deildarinnar eftir jafnteflið, með sex stiga forystu á Njarðvík í öðru sæti. Haukar og Reynir eru um miðja deild og geta enn reynt að blanda sér í baráttuna um 2. sætið.

Þróttur V. 0 - 0 Njarðvík

Reynir S. 0 - 0 Haukar
Rautt spjald: Strahinja Pajic, Reynir S. ('75)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner