Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. júlí 2021 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Ægir skellti Elliða í toppbaráttuslag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ægir 4 - 1 Elliði
1-0 Alexander Aron Davorsson ('18)
2-0 Stefan Dabetic ('36)
3-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('43)
3-1 Ágúst Freyr Hallsson ('80)
4-1 Pétur Smári Sigurðsson ('90)

Ægir mætti Elliða í toppbaráttu 3. deildarinnar í kvöld og átti flottan leik.

Alexander Aron Davorsson kom heimamönnum yfir í Þorlákshöfn og bætti Stefan Dabetic og Brynjólfur Þór Eyþórsson sitthvoru markinu við fyrir leikhlé.

Ægir var því þremur mörkum yfir í hálfleik og náðu gestirnir úr Árbæ ekki að minnka muninn fyrr en á 80. mínútu. Það nægði ekki til og innsiglaði Pétur Smári Sigurðsson góðan sigur á lokamínútunum.

Ægir er í öðru sæti, sex stigum eftir toppliði Hattar/Hugins. Elliði er í fimmta sæti í þéttum pakka, tveimur stigum eftir Ægi.

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner