Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 22. júlí 2023 21:24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þorsteinn Aron sagður á leið til Vals
Þorsteinn Aron Antonsson.
Þorsteinn Aron Antonsson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varnamaðurinn ungi Þorsteinn Aron Antonsson hjá Selfossi er sagður vera á leið í raðir Vals. Hann hefur leikið átta leiki með Selfyssingum í Lengjudeildinni á tímabilinu en hefur ekki spilað síðan hann var með íslenska U19 landsliðinu á EM.

Í bréfi sem barst útvarpsþættinum Fótbolti.net segir að þessi nítján ára leikmaður sé á leið á Hlíðarenda.

Miðvörðurinn hávaxni frá Selfossi skrifaði ekki undir samning við félagið fyrir tímabilið þar sem hann vildi halda möguleikum sínum opnum. Sagt er að Valur sé búið að tryggja sér hann og muni líklega lána hann frá sér út þetta tímabil.

„Hann hefur klárlega burði til að spila á hærra stigi í framtíðinni og þetta mót er góður stökkpallur fyrir hann að sýna hvers hann er megnugur," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson um Þorstein fyrir EM U19 landsliða.

Þorsteinn fór ungur að árum til Fulham á Englandi og var í akademíu Lundúnafélagsins.
Útvarpsþátturinn - Evrópudraumar deyja og lifa, stuð í Lyngby og nýjasti bikarinn
Athugasemdir
banner
banner