Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smith Rowe í æfingaferð þó framtíð hans sé í óvissu
Emile Smith Rowe.
Emile Smith Rowe.
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe mun ferðast með Arsenal í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.

Smith Rowe er 23 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem kom við sögu í þrettán deildarleikjum með Arsenal á síðustu leiktíð.

Meiðsli hafa verið að hrjá hann síðustu tvö tímabil og því ekki verið eins mikið í myndinni hjá félaginu og vonast var til.

Leikmaðurinn hefur verið orðaður við bæði Fulham og Crystal Palace undanfarna daga.

Arsenal hefur hingað til hafnað öllum tilboðum í leikmanninn en talið er að félagið vilji fá um 35 milljónir punda fyrir hann.

Það er búist við því að Fulham muni allavega gera endurbætt tilboð og er framtíð hans í óvissu.
Athugasemdir
banner
banner
banner