Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Morrison gæti spilað sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í fimm ár
Ravel Morrison.
Ravel Morrison.
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison, miðjumaður Sheffield United, gæti spilað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í fimm ár þegar liðið mætir Leicester um helgina.

Hinn 26 ára gamli Morrison spilaði síðast með West Ham fyrir fimm árum en ferill hans hefur ekki gengið eins og vonast var eftir þegar hann kom upp úr unglingastarfi Manchester United á sínum tíma.

Morrison þótti mikið efni en undanfarin ár hefur hann meðal annars spilað með Lazio á Ítalíu og Atlas í Mexíkó. Morrison var hjá Östersund í Svíþjóð áður en hann samdi við Sheffield United í sumar.

Undanfarnar vikur hefur Morrison verið að komast í form og hann spilaði 90 mínútur í æfingaleik með varaliðinu gegn Manchester United í vikunni.

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, staðfesti svo á fréttmannafundi í dag að Morrison komi mögulega við sögu um helgina.
Athugasemdir
banner
banner