Hinn sautján ára gamli Húsvíkingur Jakob Gunnar Sigurðsson hefur raðað inn mörkum í 2. deildinni og er langmarkahæstur. Hann er kominn með 19 mörk í 18 leikjum fyrir Völsung og aðeins einu marki frá því að brjóta tuttugu marka múrinn.
Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Völsungs gegn KFG í gær og er stærsta ástæða þess að Völsungur er í öðru sæti deildarinnar og er ofan á í harðri baráttu um að komast upp í Lengjudeildina.
Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Völsungs gegn KFG í gær og er stærsta ástæða þess að Völsungur er í öðru sæti deildarinnar og er ofan á í harðri baráttu um að komast upp í Lengjudeildina.
Gat einbeitt sér að fótboltanum
Það hefur verið mikil umræða, umfjöllun og áhugi á Jakobi og það virðist hafa haft áhrif á hann um mitt mót. Hann fór í gegnum rúman mánuð, fimm leiki, án þess að skora þegar framtíð hans var hvað mest í umræðunni og viðræður í gangi við sex félög.
Það er fáránlegt að nota orðið markaþurrð hjá þetta ungum leikmanni en skiljanlega fór margt í gegnum hausinn á honum á þessum vikum.
Eftir að framtíð hans var ljós, og hann kynntur sem leikmaður KR þann 17. júlí, fóru mörkin að hrannast inn að nýju. Jakob klárar tímabilið með Völsungi og fer svo til KR að því loknu.
Sex mörk í síðustu átta leikjum
Jakob hefur skorað átta mörk í sex leikjum síðan samningurinn við KR var kynntur, eftir að hafa farið í gegnum fimm leikja 'markaþurrð' þar á undan.
Jakob sjálfur viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net daginn sem hann samdi við KR að öll umræðan og viðræðurnar um hans framtíð hefðu tekið á.
„Það hefur bæði verið erfitt og gaman á sama tíma. Það er bara mjög gaman að fá athyglina og allt þannig," sagði Jakob. Er ekki þægilegt að allt sé núna frágengið? „Jú það er mjög þægilegt, nú er bara aftur fullur fókus og gera mitt besta fyrir Völsung."
Markahæstu leikmenn 2. deildar:
19 - Jakob Gunnar Sigurðsson (Völsungur)
12 - Martim Cardoso (Höttur Huginn)
10 - Jóhann Þór Arnarsson (Þróttur Vogum)
10 - Eiður Orri Ragnarsson (KFA)
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 22 | 16 | 3 | 3 | 51 - 27 | +24 | 51 |
2. Völsungur | 22 | 13 | 4 | 5 | 50 - 29 | +21 | 43 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 58 - 33 | +25 | 42 |
4. Víkingur Ó. | 22 | 12 | 6 | 4 | 50 - 30 | +20 | 42 |
5. KFA | 22 | 11 | 2 | 9 | 52 - 46 | +6 | 35 |
6. Haukar | 22 | 9 | 3 | 10 | 40 - 42 | -2 | 30 |
7. Höttur/Huginn | 22 | 9 | 3 | 10 | 41 - 50 | -9 | 30 |
8. Ægir | 22 | 6 | 7 | 9 | 29 - 35 | -6 | 25 |
9. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 43 | -5 | 23 |
10. Kormákur/Hvöt | 22 | 5 | 4 | 13 | 19 - 42 | -23 | 19 |
11. KF | 22 | 5 | 3 | 14 | 26 - 50 | -24 | 18 |
12. Reynir S. | 22 | 4 | 3 | 15 | 28 - 55 | -27 | 15 |
Athugasemdir